Sunnudagur, 11. janúar 2009
Frumtak hefur 4 milljarða til að fjárfesta í sprotafyrirtækjum
Íslenskt sprotafyrirtæki fær hundrað milljónir í hlutafé frá fjárfestingasjóðnum Frumtaki síðar í vikunni. Þrátt fyrir bankahrunið hefur sjóðurinn enn rúma 4 milljarða til að fjárfesta í sprotafyrirtækjum.
Stóru bankarnir þrír og sex lífeyrisjóðir standa að Frumtaki auk Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Upphaflega áttu samtals 1,5 milljarðar að koma frá bönkunum en í vikunni var tilkynnt að sú upphæð myndi lækka í 900 milljónir vegna bankahrunsins.
Sex lífeyrissjóðir leggja til 1650 milljónir og þá fara 1,5 milljarðar af símapeningunum til sjóðsins í gegnum nýsköpunarsjóð atvinnulífsins. Frumtak hefur því 4 milljarða og 50 milljónir til að fjárfesta í sprotafyrirtækjum sem komin eru af svokölluðu klakstigi.
Eggert Claessen, framkvæmdastjóri Frumtaks, segist þegar hafa skoðað 36 fyrirtæki. Enginn hörgull sé á góðum hugmyndum og fyrirtækjum sem eigi góða möguleika. Tilkynnt verði um fyrstu fjárfestingu Frumtaks síðar í vikunni. Fjárfestingin er upp á 100 milljónir en þegar hefur verið skrifað undir viljayfirlýsingu við umrætt fyrirtæki. Fjárfest verður fyrir milljarðana fjóra á 3-4 árum. Miðað er við að fjárfestingarnar skili sér á stuttum tíma.(ruv.is)
Þetta eru ánægjulegar fréttir í miðri kreppunni.Væntanlega munu ráðstafanir Frumtaks blása lifi í einhver fyrirtæki og þannig stuðla að atvinnu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.