Samfylkingin vill standa vörð um atvinnu í Reykjavík

Ég fékk bréf frá Degi B.Eggertssyni,oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Þar sagði svo m.a.:

Gleðilegt ár - og takk fyrir allt gamalt. Árið er brostið á í borgarstjórn með óvenju síðbúinni samþykkt fjárhagsáætlunar. Eins og ég hef áður sagt ykkur frá náðist samstaða um þau meginmarkmið fyrir áætlunina í haust að standa vörð um störf, hækka ekki gjaldskrár og verja grunnþjónustuna í anda okkar jafnaðarmanna. Þessi markmið eru nú því miður í óvissu vegna viðbótarniðurskurðar borgarstjóra sem kynntur var til sögunnar á síðustu metrum áætlunarinnar. Hann nemur 2,4 milljörðum eða nær 5% af rekstri borgarinnar og er ennþá óútfærður.

Stefna Samfylkingarinnar í borgarstjórn er sem fyrr að taka uppbyggilegt frumkvæði og setja fram sjálfstæðar tillögur um hvernig Reykjavíkurborg tryggi velferð borgarbúa og endurreisn atvinnulífsins á þeim erfiðu tímum sem framundan eru og á sama hátt taka ábyrga afstöðu til allra tillagna sem fram koma með hagmuni borgarbúa - velferðarmál, skólanna og atvinnu fyrir alla - að leiðarljósi.   
  

Með viðbótarniðurskurðinum er líklegt að borgarstjórnarmeirihlutinn sé fyrst og fremst að ýta á undan sér erfiðum ákvörðunum sem engin sátt verður um. Við útfærslu viðbótarniðurskurðarins á meðal annars að lækka laun og skera niður yfirvinnu starfsfólks. Samfylkingin leggur þunga áherslu á atvinnumál og að staðinn verði vörður um störf, gjaldskrár verði ekki hækkaðar og að sérstakt tillit verði tekið til þess starfsfólks Reykjavíkurborgar sem er með heildarlaun undir 300.000 kr. á mánuði . Þannig verði þeir alla jafna undanskildir þeim stórfellda niðurskurði á yfirvinnugreiðslum sem fyrirhugaður er. Til að reyna að draga úr óvissu vegna viðbótarniðurskurðarins stóð Samfylkingin ásamt VG að tillöguflutningi í fimm liðum við afgreiðslu fjárhagsáæltunar. Þar var kveðið á um launajöfnuð, nauðsynlegt samráð við stéttarfélög, starfsfólk, samstarfsaðila og borgarbúa, aðgerðir í atvinnumálum, uppstokkun framkvæmdaáætlunar og hagræðingu í húsnæðismálum. Ekki hefur enn verið tekin afstaða til þessara áherslna af hálfu meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Er því ljóst að miklu skiptir að okkar fólk standi áfram vaktina.  

 

Björgvin Guðmundsson 
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband