Fjölsóttur borgarafundur í Háskólabíói í kvöld

Fullt var út úr dyrum á opnum borgarafundi í Háskólabíó í kvöld. Fundarefnið að þessu sinni var Íslenskt atvinnulíf í aðdraganda kreppunnar, spurt var hvað fór úrskeiðis og fjallað var um lagaumhverfi og eftirlitsstofnanir.

Fjórir fluttu erindi á fundinum þeirra á meðal breski hagfræðiprófessorinn Robert Wade. Fundargestir fögnuðu ræðumönnum með dynjandi lófataki. Einkum var þeim klappað lof í lófa sem tíunduðu mistök íslenskra ráðamanna í efnahagsmálum. Þá vakti almenna hrifningu þegar Robert Wade lýsti ánægju sinni með það hversu fjölmenn hreyfing mótmælenda er hér á landi. Fundurinn verður sýndur í Sjónvarpinu að kvöldi miðvikudags.(ruv,is)

Mótmælafundum og umræðufundum um bankahrunið fer nú fjölgandi og er mikill þungi í fundarhöldunum.Meðal ræðumanna á fundinum í kvöld var hagfræðiþrófessor,Robert Wade frá London. Hann telur Fjármálaeftirlitið hér hafa brugðist í eftirlitshlutverki sínu.FME hafi ekkert gert til þess að stöðva útþenslu bankanna og mikla erlenda skuldsetningu.Það hafi  verið eins og FME væri í liði með bönkunum.Ef þetta mat Wade er rétt hafa stjórnvöld einnig brugðist frá því bankarnir voru einkavæddir,þar eð þau áttu að fylgjast með því að FME og Seðlabanki gegndu sínu  hlutverki. En báðar stofnanir brugðust.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband