Þriðjudagur, 13. janúar 2009
Kreppan: Er það versta eftir?
Geir Haarde, forsætisráðherra, segist sammála Robert Wade, hagfræðiprófessor, um að efnahagsástandið í heiminum eigi enn eftir að versna. Það versta sé eftir.
Wade sagði í viðtali við Kastljósið í gærkvöld að á næstu mánuðum, líkast til einhvern tíma í mars til maí, komi nýr harður skellur á heimsvísu, svipaður skellinum í september í fyrra. Ríkisstjórnin hafi enn smá tíma til að búa sig undir það. Geir sagði í þætti Bubba Mortens á Rás tvö í gærkvöld að ríkisstjórnin hafi frá því haust reynt að gera það.
Stjórninni hafi tekist að koma landinu í visst skjól með samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og nokkrar vinaþjóðir. Í gangi sé efnahagsáætlun sem ætlað sé lágmarka kostnaðinn vegna heimskreppunnar. Geir vildi ekki taka undir orð Wade um að aðgerðir stjórnarinnar hafi verið fálmkenndar.(visir.is)
Rétt er að taka mikið tillit til orða Wade.Hann hefur reynst sannspár áður.Hann gæti því einnig haft á réttu að stabda nú.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hver getur ntekið mark á Geir Haarde í dag ? manni sem sagði úr ræðustóli Alþingis í marz 2008 að nú væri botninum náð, sami ráðherra fullyrti í júlí sama ár að íslensku bankarnir stæðu vel og væru alls ekkert of stórir fyrir íslenskt efnahagslíf, allt reyndist rangt hjá honum, en það er heldur seint að vakna núna eftir að allt er komið ur skorðum.
Skarfurinn, 13.1.2009 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.