Þriðjudagur, 13. janúar 2009
Sjávarútvegsfyrirtækin í erfiðleikum
Hrun íslensku bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, hefur komið illa við sjávarútvegsfyrirtæki víða um landið. Þau berjast nú fyrir lífi sínu. Veiðiheimildir margra fyrirtækja hafa verið veðsettar fyrir eignum sem nú eru horfnar en margir eigendur veiðiheimilda voru umsvifamiklir á hlutabréfamarkaði.(mbl.is)
útvegsfyrirtækin skulda mikið í bönkunum vegna gjaldmiðilsskiptasamninga.Fyrirtækin hafa verið að biðja um sérmeðferð vegna þeirra en það gengur ekki. Þar verður eitt yfir alla,sem gert hafa slíka samninga,að ganga. Eins hafa útvegsfyrirtækin veðsett veiðiheimildir sínar,sem er að mínu mati algerlega ólöglegt.Útvegsfyrirtækin eiga ekki veiðiheimildirnar og hefðu því ekki átt að geta veðsett þær. Þjóðin á veiðiheimildirnar. Nú er rétt að innkalla þær og stokka upp á ný.
Björgvin Guðmundssoin
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.