Þriðjudagur, 13. janúar 2009
Þá voru engar atvinnuleysisbætur.Marga munna þurfti að fæða en engar tekjur
Mikið er talað um kreppuna í dag.Og ekki ætla ég að gera lítið úr henni. Hún hittir mörg heimili í landinu.Margir hafa þegar misst vinnuna og lífskjörin skerðast með hverjum degi sem líður vegna stöðugra verðhækkana á innfluttum vörur.
En ég ætla í þessum pistli að gefa lesendum mínum innsýn í kreppuna hér á landi fyrir stríð,sem var angi af heimskreppunni,sem skall á 1929. Ég er orðinn það gamall,að ég man afleiðingar kreppunnar hér á landi á árunum fyrir stríð.Það skall á mikið atvinnuleysi hér á landi vegna heimskreppunnar.Þá voru engar atvinnuleysistryggingar.Engar atvinnuleysisbætur.Pabbi var verkamaður,hafði m.a. unnið mikið niður við höfn við uppskipun og útskipun. En nú varð hann atvinnulaus.Það var ekkert að hafa en marga munna þurfti að fæða.Pabbi greip þá til þess ráðs að fara niður á höfn með handtroll og reyndi að trolla kol upp úr höfninni. Stundum var hann heppinn og náði talverðu af kolum sem hann gat selt fyrir mat.En stundum náði hann engu.Þannig var ástandið í hinni raunverulegu kreppu.Stundum efndi bærinn til svokallaðrar atvinnubótavinnu.Menn voru jafnvel látnir berja klaka yfir veturinn í smátíma og verkamenn gripu hvað sem var til þess að fá einhverjar tekjur. En það voru engar atvinnuleysisbætur.Þegar allt um þraut urðu menn að leita til bæjarins og biðja um framfærslustyrk. En menn voru stoltir á þessum tíma og gerðu það ekki fyrr en allt um braut.
Nú eru atvinnuleysistryggingar,sem Alþýðuflokkurinn og verkalýðshreyfingin komu á. Bæturnar eru ekki háar en þær hefðu þótt alger luxus á þeim tímum,sem ég var að lýsa. Atvinnuleysisbætur í dag eru 150 þús. á mánuði hjá þeim,sem eru einhleypir en síðan fá fjölskyldumenn hærra eftir stærð fjölskyldu.Fyrstu 3 mánuði fá menn hærri bætur eða visst hlutfall af launum með hámarki.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.