Efst á baugi

Árið 1960 fengum við Tómas  heitinn Karlssson blaðamaður þá hugmynd að hleypa af stokkunum í útvarpinu fréttatengdun vikulegum útvarpsþætti. Útvarpsráði leist vel á  hugmyndina og þátturinn var samþykktur.Nefndum við þáttinn " Efst á baugi" og hann lifði í 10 ár,var í hverri viku.Þegar þátturinn hætti  hafði hann verið lengur samfellt í útvarpinu en nokkur annar útvarpsþáttur. Við fluttum í þættinum  skýringar  á erlendum fréttum  og umsagnir um þær. Einnig reyndum við að vera með eitthvað skemmtilegt i hverjum þætti.Efnið fengum við úr erlendum dagblöðum en við höfðum góðan aðgang að þeim, þar eð við vorum báðir blaðamenn,Tómas á Tímanum og ég á Alþýðublaðinu og  síðar á Vísi.

Efst á baugi naut mikilla vinsælda.Í því efni hjálpaði til,að þátturinn byrjaði áður en sjónvarpið kom til sögunnar en einnig var þátturinn alltaf á besta hlustunartíma.Enn í dag er ég að hitta menn,sem hlustuðu alltaf á þáttinn og voru ánægðir með hann.

 

Björgvin Guðmundssoin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband