Bankahrunið: Hver er ábyrgð stjórnvalda?

Eftirlitsstofnanir,Fjármálaeftirlit og Seðlabanki,brugðust gersamlega eftirlitshlutverki sínu,þegar bankarnir skuldsettu sig langt umfram það,sem eðlilegt gat talist og þöndu sig út í 12-falda þjóðarframleiðslu. En hver var ábyrgð stjórnvalda? Hún var og er mikil. Stjórnvöld eru yfir FME og Seðlabanka og áttu að sjá til þess,að  þessar stofnanir gegndu hlutverki sínu.

Upphaf ófaranna má rekja til einkavæðingar bankanna.Eftir að bankarnir voru komnir í hendur einkaaðila,sem kunnu ekki að reka banka,  breyttust bankarnir úr viðskiptamannabönkum og hefðbundnum lánastofnunum í  fjárfestingarbanka,sem bröskuðu með eignir og verðbréf.Þá var markmiðið ekki lengur að ávaxta sparifé og lána einstaklingum og fyrirtækjum á Íslandi,nei þá varð markmiðið að græða sem mest á alls konar braski með pappíra og fyrirtæki. Meiri og meiri áhætta var tekin og meiri og meiri erlend lán tekin,þar til skuldsetning var orðin  svo mikil erlendis,að engin leið var að borga þessi lán til baka. Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn horfu sofandi á þessa þróun í stað þess að stöðva hana. Ríkisstjórnir fyrr og nú horfðu einnig aðgerðarlaus á þessa þróun.Stjórnvöld áttu að stöðva þessa þróun og þá hefði mátt afstýra bankahruninu. Þorvaldur Gylfason  varaði við þessari þróun hvað eftir annað og Robert Wade gerði það einnig og hann spáði hruni,ef ekkert yrði að gert.En íslensk stjórnvöld skelltu skollaeyrum við þessum viðvörunum. Þeirra ábyrgð er því mikil.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband