IMF lánið ónotað.Getum skilað því

Samningum við Færeyinga um 50 milljóna Bandaríkjadala lán er lokið. Viðræður við Dani, Finna, Norðmenn, Svía, Pólverja og Rússa um samtals allt að 3 milljarða dala lán standa hins vegar enn yfir, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands. Þessir peningar hafa því ekki borist til bankans enn.

Fyrsti hlutinn af 2,1 milljarðs dala láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF), 827 milljónir dala, barst Seðlabankanum í lok nóvembermánaðar síðastliðins. Eru þeir fjármunir geymdir á reikningi Seðlabankans hjá bandaríska seðlabankanum í New York og hefur ekkert af þeim verið notað enn. Afgangurinn af láninu verður greiddur í átta jöfnum áföngum, um 155 milljónir dala hvert sinn, á þriggja mánaða fresti. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum er von á næstu greiðslu þegar ársfjórðungsleg skoðun á efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda fer næst fram í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ætla má að það verði í næsta mánuði.

Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti þann 19. nóvember síðastliðinn beiðni Íslands um lán og áætlun um að koma á efnahagsstöðugleika hér á landi.(mbl.is)

Með því,að við höfum ekkert notað lán IMF enn getum við skilað því,ef við ákveðum að greiða ekki Icesave reikningana.Á meðan við erum með gjaldeyrishöft í gangi þurfum við ekkert lán  frá IMF. Lánið var hugsað til þess að koma á frjálsum gjaldeyrisviðskiptum en  því hefur greinilega verið frestað að framkvæma þau.Margir telja,að það verði of mikil skuldabyrði fyrir íslenska ríkið að  greiða stóran hluta Icesave reikninganna ásamt vöxtum af lánum vegna þeirra og vöxtum af láni IMF. Því sé betra að taka engin lán, hvorki frá IMF eða erlendum þjóðum vegna Icesave. Við getum alla vega endurmetið stöðuna nú úr því ekkert hefur verið notað af láni IMF. Það er ekkert í tilskipun ESB um ábyrgðir vegna spariinnlána  sem segir,að íslenska  ríkið eigi að greiða eitthvað vegna þessara reikninga. Íslenska ríkinu ber ekki skylda til þess að greiða neitt.

 

Björgvin Guðmundssin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband