Var Seðlabankinn að fara í þrot?

Skattgreiðendur gætu tapað allt að 270 milljörðum króna vegna framsals á kröfum Seðlabankans á fjármálafyrirtæki til ríkisins.

Alls voru framseldar kröfur að fjárhæð 345 milljarðar króna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins voru kröfur að andvirði 75 milljarða króna með tryggum veðum í ríkistryggðum bréfum en restin, 270 milljarðar króna, voru með ótryggum veðum sem mikil óvissa er um hvernig innheimtist.

Þorri þeirra veða var bréf sem föllnu bankarnir þrír gáfu út, þau eru verðlaus í dag.(mbl.is)

Svo virðist,sem Seðlabankinn hafi verið óvarkár,þegar hann lánaði viðskiptabönkunum háar fjáræðir gegn ótryggum veðum.270 milljarðar eru tapað fé og Seðlabankinn  sennilega gjaldþrota  ef ríkið hleypur ekki undir bagga með honum.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband