Taka ber bílana af bankastjórum og ráðherrum

Það er mikið talað um það þessa daga hvað kreppan sé mikil og að hún muni dýpka eftir  nokkra mánuði.En ekki verður  séð á bruðlinu í bönkunum,að alvarleg kreppa  sé í landinu.Ruglið í bönkunum heldur áfram. Bankastjórarnir eru með mikið hærri laun en ráðherrar og margföld laun á við almenning í landinu. Auk þess eru þeir með bíla og alls konar hlunnindi. Það á að taka bílana af bankastjórunum og afnema ýmis konar hlunnindi,sem þeir hafa.Auk þess á að lækka laun þeirra.Þeir þurfa ekki fremur en almenningur í þjóðfélaginu að hafa bíla  til umráða.Þeir geta sætt sig við svipuð  kjör og aðrir í þjóðfélaginu. Einnig á að taka bílana af ráðherrunum.Þeir geta  notað eigin bíla á meðan kreppa ríkir í þjóðfélaginu. Þegar mikið liggur við má nota leigubíla en  yfirleitt ættu ráðherrar og bankastjórar að nota eigin bíla eins og almenningur verður að gera.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband