Miðvikudagur, 14. janúar 2009
Þegar Kennedy var kosinn forseti Bandaríkjanna
Eftir 6 daga tekur Obama við forsetaembættinu í Bandaríkjunum.Miklar vonir eru bundnar við valdatöku hans.Ég var í Bandaríkjunum,þegar John F.Kennedy var kosinn forseti.Ég fylgdist með kosningunum sem blaðamaður og flutti erindi í útvarpið um kosningarnar. Ég fór á kosningafundi í New York hjá báðum frambjóðendunum Kennedy og Nixon.Það var mjög skemmtilegt. Kennedy var mjög hrífandi persónuleiki. Hann talaði algerlega blaðlaust og hreif fólk með sér. Nixon var þunglamalegur og talaði af blöðum. Þar var mikill munur á. Á kosningadaginn fór ég ásamt öðrum blaðamönnum á milli kjöstaða og fylgdist með.Þetta var hreint ævintýri.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:16 | Facebook
Athugasemdir
Sæll.Björgvin.
Ég er sammála þessum hugleiðingum þínum, en það stingur mig oft svolítið þegar fólk er að tala um Obama, og hann er sagður " Svartur, og eða þeldökkur " hann er að sjálfsögðu hvorugt.
Virtar fréttastofur og fjölmiðlafólk talar oftar en ekki um fyrsta þeldökka forseta Bandaríkjana. það er bara ekki svo maðurinn er svokallaður kynblendingur. Hvorki hvítur né svartur. Ég óska honum að sjálfsögðu hinns besta sem og þér líka.
Kær kveðja.
Rúnar Hart.
Hart (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 18:16
Litarháttur, klæðaburður, trú o.s.frv. á auðvitað ekki að skipta neinu máli.
Gott er að fá viti borinn og skynsaman mann í þetta mikilvæga starf en ekki einhvern trúð eins og við máttum horfa upp á ýmsa forvera George Bush.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 15.1.2009 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.