Þróttmikill borgarafundur

Sjónvarpið sýndi borgarafundinn sl. mánudagskvöld í dagskránni í gærkveldi. Var mjög gaman að ská fundinn í heild. Fundurinn var mjög þróttmikill og fór vel fram enda þótt  nokkuð væri púað á ræðumann  Viðskiptaráðs. Það er ágætt að fundarboðendur fái gagnstæð sjónarmið fram á borgarafundum en framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs,sem talaði var í rauninni að verja  þá stefnu,sem olli bankahruninu og þess vegna var púað.Það  var eðlilegt,

Ræða Wade frá Londin School of Economics bar af á fundinum. Hann varaði við því í blaðagrein í júli sl.,að hrun væri yfirvofandi  í bönkunum hér.En menn  tóku ekki mark á honum. Þegar grein Wade var borin undir forsætisráðherra sagði hann,að menn tækju ekki meira mark á grein Wade hér en bréfi í DV.Ekki von,að vel hafi farið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband