Íbúðalánasjóður yfirtekur húsnæðislán sparisjóða

Samningar eru á lokastigi um yfirtöku Íbúðalánasjóðs (ÍLS) á innlendum húsnæðislánum SPRON og Sparisjóðsins í Keflavík (SPKef).

Um er að ræða hluta af húsnæðislánasafni SPRON, sem er um 20 milljarða króna virði, og þann hluta fimmtán milljarða króna safns SPKef, sem lánaður var í krónum.

Að sögn Guðmundar Bjarnasonar, forstjóra ÍLS, verða lánin keypt af sparisjóðunum með afslætti. „Við gerum sérstakan samning við hvern og einn aðila um það á hvaða kjörum við kaupum lánin.“

Tveir sparisjóðir til viðbótar hafa leitað eftir viðræðum við ÍLS um yfirtöku á húsnæðislánum sínum, en enginn stóru bankanna þriggja hefur óskað eftir slíkum viðræðum. Húsnæðislán í erlendri mynt verða ekki yfirtekin sem stendur.

Íbúðum, sem ÍLS hefur eignast á nauðungaruppboðum, fjölgaði mikið á síðasta ári. Í ársbyrjun 2008 átti sjóðurinn 54 slíkar íbúðir, en í árslok voru þær orðnar 205 talsins.

Vanskil almennt jukust hratt hér á landi í fyrra og var sú þróun hafin áður en bankarnir féllu í byrjun október. Þá voru um 16.000 einstaklingar á vanskilaskrá, en í árslok voru þeir komnir í tæplega 18.000. Framangreint bendir til þess að erfiðleikar heimila hafi aukist mikið.

Gert er ráð fyrir því að tillögur um greiðsluaðlögun verði lagðar fyrir Alþingi fljótlega. Miða þær að því að gera einstaklingum, sem eru ófærir um að standa í skilum, kleift að leita nauðasamninga um skuldaaðlögun.(mbl.is)

Þetta er ágætt skref en aðeins 1 skref. Það þarf   einnig að færa lán úr bönkum til Ils. Og síðan þarf að flytja myntkörfulán fra bönkum til Ils.

 

Björgvin Guðmundssin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband