Þorvaldur Gylfason: Stjórnin á að segja af sér

Þorvaldur Gylfason prófessor var gestur í þættinum Í vikulokin á RUV í morgun. Hann var eins og áður mjög ákveðinn í skoðunum um hvað gera hefði átt vegna bankahrunsins. Hann segði: Stjórnin átti strax að segja af sér og axla þannig ábyrgð og síðan átti forsetinn að mynda embættismannastjórn. Þorvaldur sagði,að Seðlabankinn hefði algerlega brugðist. Það yrði að skipta um yfirstjórn þar og mér heyðist hann gagnrýna Fjármálaeftirlitið einnig harðlega.

Þorvaldur var meðal fyrstu  hagfræðinga,sem gagnrýndu harðlega mikla skuldsetningu viðskiptabankanna. Hann var óþreytandi að gagnrýna skuldsetningu banka og þjóðarbús. En það var ekki hlustað á hann. Eftirlitsstofnanir sváfu á verðinum. Ríkisstjórnin svaf.Síðan  voru allir hissa þegar bankarnir hrundu.Ef hlustað hefði verið á Þorvald Gylfason þá hefði mátt koma í veg fyrir bankahrun á Íslandi.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband