Laugardagur, 17. janúar 2009
Okrað á eldri borgara.Mannréttindi brotin
Fjölmiðlar skýrðu frá því fyrir 2-3 dögum,að vistgjald eldri borgara á Elliheimilinu Grund hefði verið hækkað úr 100 þús.á mánuði í 200 þús á mánuði,eða 100% hækkun. Maðurinn var í herbergi með öðrum vistmanni. Hér er um hreint okur að ræða og ekki verður séð annað en það sé hér verið að níðast á erldri borgara.
Sá háttur er hafður á málefnum eldri borgara á hjúkrunarheimilum aldraðra og á elliheimilum,að Tryggingastofnun heldur eftir af lífeyri aldraðra upphæð fyrir greiðslu vistgjalda aldraðra. En því yfirleitt tekinn allur lífeyririnn,sem eldri borgarar eiga að fá en síðan fá eldri borgarar úthlutað smáupphæð sem kölluð er vasapeningar.Er sú upphæð alger hungurlús og til skammar hvernig farið er með gamla fólkið. Hér er um algert mannréttindabrot að ræða og það ætti að kæra þessi vinnubrögð til Mannréttindanefndar Sþ. Það er mannréttindabrot að rífa af eldri borgurum allan lífeyrinn frá almannatryggingum og segja að hann fari til greiðslu vistgjalda. Auðvitað eiga eldri borgarar að fá útborgaðan sinn lífeyri og síðan eiga þeir sjálfir að greiða vistgjöld og annan kostnað. Þessu verður að' breyta strax.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.