Eldri borgarar eiga að búa við góð kjör

Eldri borgarar eiga að búa við góð kjör  á efri árum.Og  þeir eiga að geta lifað með reisn. Lífeyrir aldraðra á ekki aðeins að duga fyrir framfærslukostnaði  heldur einnig til þess að eldri borgarar geti veitt sér eitthvað  og   notið lífsins í ellinni..Sú kynslóð, sem nú er komin á efri ár, hefur átt stærsta þáttinn í því að skapa það Ísland, sem við búum við í dag.Það er því aðeins eðlilegt og sjálfsagt, að  þeir,sem yngri eru, búi vel að eldri kynslóðinni.     Hvað er eðlilegur lífeyrir í dag? Samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands eru útgjöld einstaklings til neyslu nú 282 þúsund krónur á mánuði. Skattar eru ekki meðtaldir. En lífeyrir almannatrygginga til aldraðra einhleypinga nemur  nú 136 þúsund krónum á mánuði eftir skatta. Það vantar því nær 146 þúsund krónur á mánuði upp á að endar nái saman. Hér er miðað við þá, sem ekki fá neitt úr  lífeyrissjóði. En jafnvel þó viðkomandi einstaklingur fái 50 þúsund króna tekjur á mánuði úr lífeyrissjóði þá hækka ráðstöfunartekjur hans ekki mikið eða aðeins sem svarar 1/2 lífeyrissjóðsteknanna. Hitt fer í skatta og skerðingar.   Það er mjög óeðlilegt, að tekjur úr lífeyrissjóði skerði lífeyri frá almannatryggingum. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir voru þeir hugsaði sem alger viðbót við almannatryggingarnar. Launþegar samþykktu að leggja ákveðna upphæð  reglulega í lífeyrissjóð gegn ákveðnu mótframlagi frá atvinnurekanda. Menn gerðu þetta með glöðu geði, þar eð þeir ætluðu að njóta lífeyris úr lífeyrissjóði í ellinni og reiknuðu aldrei með því að lífeyrir almannatrygginga yrði skertur vegna lífeyrissjóðanna. Það er einnig mjög ranglátt að láta menn greiða fullan tekjuskatt  af tekjum úr lífeyrissjóði. Sá skattur ætti að vera að  hámarki 10%, þ.e. eins og fjármagnstekjuskattur er nú  Ég  vil hækka lífeyri aldraðra þannig, að hann dugi fyrir framfærslukostnaði.Ég vil koma þessari leiðréttingu á í áföngum og láta síðan lífeyri aldraðra hækka reglulega í samræmi við breytingar á framfærslukostnaði. Ég vil einnig, að 100 þúsund króna tekjur á mánuði úr lífeyrissjóði og  frá atvinnulífinu skerði ekki lífeyri frá almannatryggingum. Stærsta hagsmunamál eldri borgara er að fá lífeyrinn hækkaðan svo þeir geti lifað mannsæmandi lífi og þeir þurfi ekki að skera niður brýn útgjöld.. Þetta er unnt að gera þó nú sé kreppa.,Það má skera  niður í ríkisrekstrinum til þess að gera það kleift.

    

  Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband