Mótmælt víða um land

Mótmælt var víða um land í dag líkt og undanfarna laugardaga. Þannig mættu á fjórða þúsund manns á Austurvöll í Reykjavík og  á Akureyri komu saman á Ráðhústorginu 200 manns til að mótmæla niðurskurði í menntakerfinu. Þar fluttu þeir Ragnar Sigurðsson, formaður Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri, og Þráinn Karlsson leikari ræðu og að því loknu tókst fólk í hendur og mynduðu hring til að sýna samstöðu um frið og réttlæti.

Á Egilsstöðum mættu þá, að sögn Austurgluggans, um 90 manns og mótmæltu aðgerðaleysi stjórnvalda í yfirstandandi efnahagshruni og kosninga krafist. „Tökum til, við erum þjóðin og við eigum heimtingu á réttlæti og siðbót, annars verður aldrei til nýtt Ísland,“ sagði Björgvin Valur Guðmundsson sem var frummælandi á fundinum ásamt Ingunni Snædal.

Hátt í fjörutíu einstaklingar söfnuðust þá saman við Mývatn og grýttu gullkálfinn og á Ísafirði tóku um sextíu manns þátt í mótmælaaðgerðum sem fóru friðsamlega fram að venju.(mbl.is)

Nú þegar alþingi byrjar má búast við,að mótmælin harðni. Hörður Torfason hefur boðað ,að mótmælt verði  við alþingishúsið. Að  mínu mati er í lagi að mótmæla  svo lengi sem um friðsamleg mótmæli er að ræða.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband