Geir harmar,að ríkiskerfið skyldi ekki grípa inn í óhóflega stækkun bankanna

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir að árið í ár verði mjög erfitt, í viðtali við sunnudagsblað Morgunblaðsins þar sem fjallað er tímann sem liðinn er frá hruni bankanna. „Ríkiskerfið greip því miður ekki inn í óhóflega stækkun bankakerfisins, það er hið gremjulega í þessu máli."

„Við höfum ekki dregið dul á það að árið 2009 verður mjög erfitt. Ef vel gengur gæti árið 2010 orðið auðveldara, sérstaklega þegar líður fram á árið. Þetta fer mikið eftir því hver þróunin verður í alheimsbúskapnum. Það er ekki okkur í hag að öðrum gangi illa. Gríðarlegir erfiðleikar eru framundan víða um lönd," segir Geir og nefnir bankakerfið í Bretlandi sem dæmi.

Þar hafi gífurlegum fjárhæðum verið dælt inn í bankana án þess að það hafi haft mikið að segja. Nýr forseti Bandaríkjanna, Obama, hafi jafnframt kynnt umfangsmiklar áætlanir til að örva hagkerfið og á meginlandi Evrópu sé stöðugt verið að grípa inn í hjá bönkunum."

Þetta er ekkert venjulegt ástand. Þegar þetta skall á okkur hér í september af fullum þunga þá voru okkar fjármálastofnanir ekki undir það búnar. Meðal annars vegna þess að þær höfðu hegðað sér gáleysislega, tekið mikla áhættu og ekki sýnt þá ábyrgð sem þarf í þessari starfsemi. Ríkiskerfið greip því miður ekki inn í óhóflega stækkun bankakerfisins, það er hið gremjulega í þessu máli, ekki að við skyldum hafa verið með opið bankakerfi og allt sem því fylgdi á evrópska efnahagssvæðinu. (mbl.is)

Það er athyglisvert,að í þessu viðtali skuli Geir harma,að ríkiskerfið skuli ekki hafa gripið inn í  óhóflega stækkun bankanna, eða m.ö.o. stöðvað hana.Ég hefi margoft bent á þetta,að eftirlitsstofnanir og ríkisvaldið hafi átt að stöðva óhóflega stækkun bankanna.En þessar stofnanir  sátu með hendur í skauti.Og því fór sem fór.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband