Hefur Samfylkingin náð árangri í stjórnarsamstarfinu?

Þegar Samfylkingin myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum eftir síðustu þingkosningar var sú ákvörðun mjög umdeild innan Samfylkingarinnar.Það var eðlilegt,þar eð það hafði verið aðalbaráttumál Samfylkingarinnar að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum og mynda hér félagshyggjustjórn. Það var því algert stílbrot að  mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum.Það eina,sem gat réttlætt slíka stjórnarmyndun af hálfu Samfylkingarinnar var að það næðust fram mjög mikilvæg stefnumál  Samfylkingarinnar. En hefur það gerst? Hefur Samfylkingin náð góðum árangri í stjórnarsamstarfinu? Tæplega. Samfylkingin fórnaði einu stærsta stefnumáli sínu,kvótamálinu,til þess að geta myndað stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Ég er mjög óánægður með það. Í staðinn ætlaði Samfylkingin að leggja áherslu á endurreisn velferðarkerfisins.En hefur hún tekist? Ég held ekki.Sáralítið hefur áunnist í  að endurreisa almannatryggingakerfið,sem var komið í mikla niðurníðslu. Samfylkingin lagði áherslu á það fyrir síðustu kosningar að stórbæta kjör aldraðra og öryrkja  en í stjórnarsáttmálanum er mjög óljóst orðalag um þetta efni . Framkvæmdin hefur verið eftir því. Kjör þeirra  aldraðra,sem eru á vinnumarkaðnum hafa verið bætt en kjör þeirra,sem hættir eru að vinna hafa sáralítið breytst.Aldraðrir einhleypingar hafa aðeins 144 þús. á mánuði eftir skatta.Það er alltof lítið.Það eru óviðunandi kjör.Neysluútgjöld samkvæmt könnun Hagstofunnar eru í dag til jafnaðar 282 þús.  á mánuði.Niðurstaða mín er þessi: Árangur af  stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn er of lítill að hann réttlæti slíkt samstarf.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband