Sigmundur Davíð kosinn formaður Framsóknar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kjörinn formaður Framsóknarflokksins nú fyrir stundu. Formaður kjörstjórnar gerði mistök fyrst þegar að hann kynnti úrslitin og kynnti Höskuld Þórhallsson sem nýjan formann. Þegar að Höskuldur var rétt í þann mund að stíga í pontu eftir að kjörið var kynnt var gert hlé á fundinum og formaður kjörstjórnar fór betur yfir stöðuna.

Í ljós kom að talningin hafði snúist við. Sigmundur var réttkjörinn formaður en ekki Höskuldur. Samkvæmt upplýsingum Vísis hlaut Sigmundur Davíð 449 atkvæði. Höskuldur hlaut 340 atkvæði. Alls var 801 atkvæði greitt. Fjögur voru ógild og átta voru auð.

Páll Magnússon hafði einnig gefið kost á sér í embætti formanns en hann heltist úr lestinni eftir fyrri umferð kosninganna.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er 33 ára gamall Reykvíkingur. Hann er skipulagshagfræðingur að mennt og hefur meðal annars starfað við dagskrárgerð hjá Ríkisútvarpinu. Sigmundur skráði sig nýlega í Framsóknarflokkinn og hefur ekki gegnt trúnaðarstörfum fyrir hann áður. vísir.is)

 

Þetta eru stórmerkileg úrslit. Þeir tveir,Páll Magnússon og Höskuldur Þóirhallsson,sem starfað hafa mikið í flokknum féllu.En maðurinn sem var að ganga í flokkinn og hafði ekkert starfað í honum var kosinn formaður! Þetta sýnir ef til vill,að fólk vill mikla breytingu. Fólk vill nýja menn til valda og áhrifa og vill gefa þeim gömlu frí.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband