Mun þetta hafa áhrif á aðra flokka? Fólkið kallar á breytingar

Úrslit  formannskosningar Framsóknarflokksins komu  á óvart.Landsfundur Framsóknarflokksins valdi þann frambjóðandann,sem var alveg nýr og hafnaði þeim sem höfðu starfað lengi áður í flokknum.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kosninn formaður. Hann gekk í flokkinn fyrir mánuði!

  Mun þetta hafa áhrif  inn í aðra stjórnmálaflokka? Það getur hæglega gert það. Forustumenn í öllum flokkum sjá,að fólkið í landinu vill breytingar. Það hefur komið  fram á öllum mótmælafundunum og nú kemur það fram á landsfundi Framsóknarflokksins. Þar er 33ja ára gamall nýliði í flokknum valinn formaður. Hann er vel menntaður,  aðhyllist félagshyggju og  er góður Framsóknarmaður þó hann hafi ekki verið lengi í flokknum. Forustumenn í öðrum flokkum hljóta að íhuga í framhaldi af þessu,að breytinga er þörf. Það þýðir ekki að hanga á völdunum þegar fólkið í landinu kallar á breytingar.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband