Skýrslu um að bankakerfið mundi hrynja var stungið undir stól!

Athyglisvert var að hlusta á hagfræðiprófessorana William Buiter  og Anna Sibert frá Bretlandi í Silfri Egils í gær.Þeir kváðust hafa gert skýrslu um íslenska bankakerfið sl. vor.En skýrslunni var stungið undir stól.Í skýrslunni sögðu hagfræðingarnir,að íslensku bankarnir mundu hrynja innan ekki langs tíma.Seðlabanka og Fjármálaeftirliti var skýrt frá skýrslunni en enginn vildi neitt með hana gera.Hagfræðingarnir lögðu til að Ísland leitaði til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þorvaldur Gylfason telur,að ef það hefði verið gert hefði líklega mátt afstýra hruni bankanna.

 Alltaf berast fleiri og fleiri fréttir um að  íslensk stjórnvöld   hafi fengið aðvaranir um bankakerfið í tæka tíð en ekkert gert í því. Þeir,sem hundsuðu aðvaranir og gerðu ekkert í málunum eiga að axla ábyrgð og segja af sér.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband