Kaupþing flutti út yfir 100 milljarða rétt fyrir fallið. Kaup Al Thanis sýndarviðskipti?

Síðustu vikurnar fyrir fall Kaupþings voru yfir hundrað milljarðar króna millifærðir á reikninga erlendra félaga í eigu viðskiptavina bankans. Um var að ræða lán til þessara félaga gegn veðum í skuldabréfum sem bankinn gaf sjálfur út.

Fyrrverandi stjórnarmenn fullyrða að ekkert óeðlilegt hafi verið við þessa lánafyrirgreiðslu og afgreiðsla lánanna farið fyrir lánanefnd bankans.

Þrátt fyrir að verðmæti skuldabréfanna minnkaði sífellt vegna óvissu á alþjóðamörkuðum var alltaf lánað meira út á bréfin. Var það gert meðal annars til að mæta kröfu Deutsche Bank um viðbótartryggingar. Þýski bankinn hafði líka lánað til skuldabréfakaupanna.

Þessi viðskipti eru sérstaklega tekin fyrir í skýrslu PriceWaterhouseCoopers, sem skilað var til Fjármálaeftirlitsins. Það er í verkahring FME að skoða málið nánar og kanna hvort ekki hafi verið um eðlileg viðskipti að ræða.(mbl.is)

Þá hefur það nú verið uppýst,að  kaup Al Thanis , bróður Emírsins af Katar, á hlut í Kaupþingi voru sýndarviðskipti og Al Thanis borgaði aldrei krónu fyrir hlutinn!.Kaupþing sjálft fjármagnaði kaup Al Thanis og hann gat ekki tapað á viðskiptunum.Al Thani gerði framvirkan gjaldeyrissamning við Kaupþing en sá samningur átti að tryggja honum gengishagnað og greiða fyrir hlutinn. Kaupþing tapaði  37,5 milljörpðum á þessum viðskiptum. Kaupþing lánaði fé til viðskiptanna gegn veði í hlutabréfunum en þau eru nú verðlaus. Ólafur Ólafsson einn stærsti eigandi Kaupþings á þessum tíma hjálpaði til við umrætt brask. Væntanlega verða  stjórnendur Kaupþings og aðrir aðilar að þessu braski dregnir til ábyrgðar  vegna þess.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er þetta ekki sýndarmennska?

Athygli vekur að ÓÓ kveðst aðspurður í fréttum ekki hafa auðgast á þessum viðskiptum. Nú er algengt að milligöngumenn í viðskiptum taki þóknun, próvísjón þrátt fyrir „óeigningjarnt og fórnfúst starf“.

Sem fyrrum smáhluthafi í þessum bönkum þá þykir mér mjög miður hve þessir „kjölfestufjárfestar“ hafa verið að leika sér með verðmæti sem þeir áttu sáralítinn hlut í. Þeir keyptu bréf fyrir lánsfé og lögðu hlutabréf að veði. Þannig mynduðu þeir mikla blöðru sem sprakk.

Litlu hluthafarnir og lífeyrissjóðirnir sem treystu bönkunum hafa tapað öllu hlutafé sínu sem þó var greitt fullu verði fyrir með beinhörðum peningum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 19.1.2009 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband