Björn Bjarnason að hætta sem ráðherra

Það mátti greinilega heyra á Birni Bjarnasyni  ráðherra í Silfri Egils í gær,að hann er að hætta í ríkisstjórninni. Hann talaði á léttum nótum eins og algerlega áhyggjulaus maður sem hefur enga ábyrgð.Hann neitaði því ekki að hann væri að hætta. En hann kveðst ekki ætla að hætta í pólitík. Sennilega mun Bjarni Benediktsson frændi Björns taka við að honum.

Björn er eindreginn andstæðingur ESB.Hann mundi ekki tala svo ákaft gegn aðild Íslands að ESB ef hann yrði áfram í stjórninni. Allt bendir nú til þess að  niðurstaða landsfundar Sjálfstæðisflokksins verði nokkurs konar málamiðlun   milli stríðandi fylkinga,þ.e. að  leggja eigi undir þjóðaratkvæði hvort sækja eigi um aðild að ESB, þ.e. fara í aðildarviðræður.Mikil spurning er hvernig Samfylkingin mun túlka slíka niðurstöðu. Að mínu mati yrði þetta slæm niðurstaða fyrir Samfylkinguna og fyrir fólkið í landinu. Ef draga á þjóðina að kjörborðinu til þess að kjósa um það hvort það eigi að fara í aðildarviðræður við ESB þá er eðlilegast að  kjósa til alþingis um leið.Þjóðin vill þingkosningar til þess að þingmenn og ríkisstjórn axli ábyrgð af hruni efnahags þjóðarinnar.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband