Mánudagur, 19. janúar 2009
Hvað líður endurskoðun laga um almannatryggingar?
Nefnd um endurskoðun laga um almannatryggingar átti að skila áliti 1.nóvember sl.En ekkert hefur heyrst af áliti nefndarinnar enn. Formaður nefndarinnar er Stefán Ólafsson formaður stjórnar Tryggingastofnunar.Stefán sagði m.a. eftirfarandi um endurskoðunina í ágúst sl.:
Helstu gallar almannatrygginga á síðustu árum hafa verið flókið og ógagnsætt kerfi, of margir bótaflokkar, samskiptaerfiðleikar almannatrygginga og lífeyrissjóða með óheppilegri virkni skerðingarreglna (tekjutenginga), of lágur lífeyrir almannatrygginga og ófullnægjandi virknihvatar.
.
Dæmi um aðgerðir sem nefndar eru sérstaklega í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og tengjast beint lífeyrismálum eru eftirfarandi:
- Endurskoðun á skattakerfi og almannatryggingum til að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks. Sérstaklega er nefnt að áhersla sé lögð á að styrkja stöðu aldraðra og öryrkja.
- Unnið verði að einföldun almannatryggingakerfisins.
- Samspil skatta, tryggingabóta, greiðslna úr lífeyrissjóðum og atvinnutekna einstaklinga verði skoðað sérstaklega til að tryggja meiri sanngirni og hvetja til tekjuöflunar og sparnaðar.
- Dregið verði úr tekjutengingum og skerðingum bóta í almannatryggingakerfinu.
- Stefnt verði að hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna .
- .
- Skoðað verði hvort undanskilja megi hluta af lífeyrissjóðstekjum eldri borgara skerðingum í almannatryggingakerfinu.
Þetta voru helstu atriðin sem Stefán nefndi
- Ég tel sérstaklega mikilvægt að setja frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna,t.d. 100 þús. kr. á mánuði. En mikilvægast af öllu er .þó að hækka lífeyri þeirra sem hættir eru að vinna.Þeir fá í dag aðeins 140 þús. eftir skatta ( einhleypir,sem aðeins hafa tekjur frá TR) .Það lifir enginn af því.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.