Nýi formaðurinn ætlar að færa flokkinn til vinstri

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson nýr formaður Framsóknarflokksins ætlar að færa Framsóknarflokkinn frá hægri og aftur inn á miðjuna.  Þá segist hann ætla að kappkosta að leita eftir ráðleggingum bestu fáanlegu sérfræðinga í hverju máli og einskorða sig ekki við flokksmenn Framsóknarflokksins. Hann segir að núverandi stjórnvöld hafi orðið ber að því að halda hlutunum of mikið í lokuðum hópi en ekki leitað til þeirra sem best væru til þess fallnir að ráðleggja.

Sigmundur hefur talað fyrir athyglisverðum hugmyndum sem falla að því að vernda gamla götumynd miðbæjarins og byggja upp í anda þess gamla en færa þó notagildi húsanna nær nútímanum til að mynda með því að nýta baklóðirnar. Þetta gerir það að verkum að margir horfa til hans í umhverfismálum.

Sigmundur segir að mörgum Framsóknarmönnum þyki leiðinlegt hvernig ímynd flokksins hafi breyst í umhverfismálum. Flokkurinn hafi alltaf verið flokkur umhverfisverndarsinna og það verði aukin áhersla á slík mál ekki síst landgræðslu og skógrækt. Hvað varði iðnað sé þó ljóst að það þurfi að skapa sem flest störf í því ástandi sem nú sé. Það verði hinsvegar að gerast í sem bestir sátt við náttúruna. Hann útilokar þó ekki að hann muni tala fyrir því að hraða umhverfismatsferlinu til að greiða fyrir framkvæmdum til atvinnusköpunar.

Framsóknarflokkurinn samþykkti að setja það sem stefnu sína að farið yrði í aðildarviðræður við Evrópusambandið. Flokkurinn setti þó ýmsa íslenska hagsmuni sem skilyrði fyrir aðildarviðræðum en venjulega nálgunin er sú að setja skilyrði í viðræðum. Sigmundur Davíð sem hefur gagnrýnt undanlátssemi íslenskra stjórnvalda við Evrópusambandið, segist telja að flokkurinn þurfi að einbeita sér að þvi að vera heill og sameinaður. Hann segir að niðurstaða flokksþingsins í Evrópumálunum hafi að því leytinu til verið ákaflega farsæl. Evrópusinnar og Evrópuandstæðingar hafi getað sameinast um þessa niðurstöðu. Í henni sé fallist á viðræður en einnig staðið mjög fast á því að ekki verði gefið eftir hvað varði hagsmuni Íslands.

Sigmundur Davíð segir að fyrst og fremst þurfi að vinna að því að leysa brýnan efnahagsvanda sem birtist í skuldastöðu heimila og fyrirtækja. Eftir það  sé hægt að fara að hugleiða Evrópumálin. Það sé engin eftirspurn í Evrópusambandinu eftir gjaldþrota þjóð.(mbl.is)

Nýi formaðurinn virðist stefnufastur og ákveðinn í því að færa Framsókn aftur inn á miðjuna en undanfarið hefur Framsókn verið hægri flokkur.Þetta er gott og gefur möguleika á því að Samfylking og Framsókn geti unnið saman í  framtíðinni.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka Til baka


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ætli braskarnir og flokkseigendurnir grípi ekki fram fyrir hendurnar á þessum ung mönnum - eftir kosningar? Því miður hefur það oft orðið.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 19.1.2009 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband