Aukin harka í innheimtuaðgerðum.Nú handtökur!

Eftir bankahrunið lýstu stjórnvöld því yfir,að komið yrði til móts við heimilin í landinu á margvíslegan hátt og gefið var til kynna,að innheimtuaðgerðir yrðu mildaðar og frestir veittir. En nefna má mörg  dæmi um það,að innheimtuaðgerðir hafi verið hertar.Það er í mörkum tilvikum gengið harðar að fólki í innheimtu í dag en fyrir hrunið. Var þá ekkert að marka yfirlýsingar ráðherra. Nú síðast gerist það,að sýslumaðurinn á Selfossi gefur út handtökuskipun á 370 manns vegna þess,að þeir mættu ekki í fjárnám! :Það er grófasta dæmið um aukna hörku í innheimtu og gengur algerlega í berhögg við yfirlýsingar ráðamanna sl. haust eftir hrun bankanna.

Allar aðgerðir ríkisins til þess að  létta heimilunum í landinu róðurinn í kreppunni hafa gengið sorglega seint.Á meðan svo er er það lágmark,að innheimtuaðgerðir séu mildar og nauðsynlegir frestir veittir fólki,sem ekki getur greitt skuldir sínar.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband