Kaupþing lánaði tugi milljarða án samþykkis lánanefndar rétt fyrir hrunið!

Morgunblaðið greinir frá því í dag að Kaupþing hafi lánað tugi milljarða króna áður en samþykki lánanefndar lá fyrir. Auk þess að hafa lánað útvöldum viðskiptavinum háar upphæðir hafi stjórnendur bankans keypt skuldabréf bankans á 180 milljónir evra.

140 milljarðar króna streymdu því út úr bankanum á nokkrum vikum. Á sama tíma var umhverfi fjármálafyrirtækja mjög fallvalt í heiminum og allt lausafé dýrmætt. Samkvæmt heimildum blaðsins fengu útvaldir viðskiptavinir Kaupþings, þar á meðal Ólafur Ólafsson, annar af tveimur stærstu eigendum bankans, milljarða króna að láni til að gera samninga sem þeir gátu ekki tapað á.

Kaupþing hafði lánað um 84 milljarða króna vegna þessara samninga til erlendra félaga sem voru í eigu viðskiptavinanna vikurnar áður en bankinn féll.

Morgunblaðið segir að áhættan af þessum viðskiptum hafi öll legið hjá Kaupþingi og hluthöfum bankans en ekki hjá fjárfestunum sjálfum. Þeir hafi hins vegar átt von á miklum fjárhagslegum ávinningi, allt að tíu milljörðum króna.

Samningarnir hafi verið gerðir með það að markmiði að styrkja fjárhag eigenda þessara félaga. Til stóð að greiða út hluta af reiknuðum hagnaði samninganna fyrirfram. Það náðist ekki.

Lánveitingarnar voru ekki samþykktar í lánanefnd áður en þær voru afgreiddar samkvæmt heimildum blaðsins. Sömu sögu sé að segja um fjármögnun Kaupþings á kaupum sjeiksins Al-Thani á 5% hlut í bankanum.

Í ljósi þess hve mikil áhætta var í þessum lánveitingum þurfti lánanefnd stjórnar Kaupþings að samþykkja þær. Það hafi hins vegar ekki verið gert fyrr en í vikunni áður en neyðarlögin voru sett og bankarnir féllu.  (ruv.is)

Ráðstafanir stjórnenda  Kaupþings rétt fyrir fall bankans eru mjög ámælisverðar og hljóta að verða rannsakaðar af rannsóknarnefnd alþingis og sérstökum saksóknara.Hátt á annað hundrað milljarðar streymdu  út úr bankanum rétt fyrir fall hans.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband