Þing kemur saman. Mótmæli fyrir utan þinghúsið

Alþingi kemur saman í dag eftir langt jólaleyfi,lengra en börnin fá.Menn horfa með eftirvæntingu til þingsins og vona að þingið taki til hendinni og  leysi aðsteðjandi vandamál. Þar er númer eitt að leysa vanda heimilanna og fyrirtækjanna í landinu. Gera þörf bönkunum kleift að starfa en þeir hafa lítið sem ekkert lánað enn.

Um leið og þing hefst verða mótmæli fyrir utan þinghúsið.Það er eðlilegt. Það sýður á almenningi. Margir hafa tapað háum fjárhæðum á bankahruninu  og enginn axlar ábyrgð á mistökum. Fjármálaeftirlitið brást við eftirlitið. Seðlabankinn brást. Stjórnvöld brugðust. Þeir,sem eru ábyrgir verða að axla ábyrgð.- En ekki má trufla störf þingsins. Þingið verður að hafa vinnufrið.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband