Dómsmálaráðherra gerir athugasemdir við vinnubrögð sýslumanns á Selfossi

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, setur ofan í við Ólaf Helga Kjartansson, sýslumann á Selfossi vegna ákvörðunar um að gefa lögreglu fyrirmæli um að handtaka 370 einstaklinga í Árnessýslu sem höfðu hefðu ekki skilað sér í fjárnám hjá embætti hans.

,,Ákvörðun sína tók sýslumaður án samráðs við dómsmálaráðuneyti. Í tilefni hennar vill dómsmálaráðherra taka fram, að hann telur ekki skynsamlegt af sýslumanni að kynna ákvörðun sína með þeim hætti, sem hann hefur gert í fjölmiðlum," segir tilkynningu frá Birni.

Björn segir að það sé ekki í samræmi við ákvarðanir ríkisstjórnarinnar, að nú sé gripið til óvenjulegra og harkalegra innheimtuaðgerða af hálfu sýslumanns. Í því efni beri að gæta reglna stjórnsýsluréttarins um jafnræði og meðalhóf í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu.

Í samtali við fréttastofu segist Ólafur Helgi taka undir sjónarmið ráðherra. Aðspurður hvort hann hefði átt að tilkynna ráðuneytinu fyrst um ákvörðun sína segist hann ekki vilja svara því, en ítrekaði að hann taki undir umrædd sjónarmið. (visir.is)

Fagna ber afstöðu og aðgerðum dómsmálaráðherra. Einnig vil ég fagna sinnaskiptum sýslumanns

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er einföld og ömurleg staðreynd í þessu máli að Ólafur Helgi er athyglissjúkur tækifærissinni sem skirrist ekki við að beita slíkum aðferðum til að vekja persónulega athygli á sjálfum sér. Þennan mann á að láta fara núna. Hann er eitt allsherjar ÉG! og ber engann annan hag fyrir brjósti en að koma sjálfum sér í fjölmiðla.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.1.2009 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband