Þriðjudagur, 20. janúar 2009
Milljónir manna streyma nú til Washington höfuðborgar Bandaríkjanna þar sem Barack Obama sver embættiseið sem 44. forseti Bandaríkjanna í dag.
Búist er við að tvær milljónir manna verði viðstaddar athöfnina sem ber upp á almennan frídag til minningar um mannréttindabaráttumanninn Martin Luther King.Umferðaröngþveiti er á vegum og lestir eru yfirfullar. Vegum og brúm hefur verið lokað í miðborg Washington og allt að 40 þúsund manns sinna öryggisgæslu.Sjónvarpið sýnir beint frá embættistökunni í dag. Útsendingin hefst klukkan 16.
Hundruð þúsunda hafa streymt til borgarinnar síðustu daga og um 400 þúsund hlýddu á ávarp forsetans í brunagaddi á útifundi sem markaði upphaf hátíðar haldanna. Obama þakkaði fólki fyrir að koma langan veg og bauð það velkomið til Washington til að fagna endurnýjun Bandaríkjanna.
Mikil gleði ríkir víða um Bandaríkin vegna þessa atburðar sem markar tímamót í sögu Bandaríkjamanna. Mörgum þykir sem nú hafi barátta kynslóða bandarískra blökkumanna sem þjáðst hafa undir oki þrælahalds, kynþáttahaturs og kynþáttamismunar loksins skilað árangri sem um munar. Draumur svartra fyrir fullum mannréttinum hafi nú ræst. Obama, fyrsti svarti forseti Bandaríkjanna, sver embættiseiðinn klukkan17 að íslenskum tíma með því að leggja hönd á biblíuna sem notuð var þegar Abraham Lincoln sór embættiseið sinn 1861. Hann flytur síðan ávarp þar sem hann mun brýna þjóðina með orðum Marteins Luthers Kings og John F. Kennedys fyrrverandi forseta. Áhersla er lögð ábyrgð hvers og eins Bandaríkjamanns og þar verður áskorun um að leggjast á árarnar og taka á þeim gríðarlegu vandamálum sem steðja að bandarísku þjóðinni. (ruv.is)
Það er fagnaðardagur,að Obama skuli taka við völdum í dag af Bush. Ég bind miklar vonir við valdatöku Obama og vona,að hann skapi réttlátara þjóðfélag í Bandaríkjunum en verið hefur.
Björgvin Guðmundsson
Athugasemdir
Ég held að menn ættu að stilla væntingum sínum í hóf. http://www.youtube.com/user/IOUSAtheMovie
Jón Steinar Ragnarsson, 20.1.2009 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.