Obama orðinn Bandaríkjaforseti

Barack Obama varð í dag fyrsti blökkumaðurinn til að taka við embætti forseta Bandaríkjanna. Hann sór embættiseið við hátíðlega athöfn við þinghúsið í Washington að viðstöddu fjölmenni.

Obama er 44. forseti Bandaríkjanna og tekur við af George Bush, sem setið hefur við völd í Hvíta húsinu undanfarin átta ár. Joe Biden verður varaforseti Obama. Obama ávarpaði mannfjöldann og kvaðst þjóð sinni þakklátur. Hann þakkaði svo Bush störf hans í Hvíta húsinu. Í ræðu sinni sagði Obama meðal annars að verkefnin væru ærin og mörg.

Bandaríkin væru í stríði og efnahagurinn hefði veikst verulega. Þetta væru verkefni sem ekki yrðu leyst á skömmum tíma en tekið yrði á þeim.

Obama hét því að bæta samskiptin við múslimaheiminn, leita nýrra leiða sem byggðu á sameiginlegum hagsmunum og virðingu. Þá hét hann samvinnu og aðstoð við fátæk ríki. Ríki eins og Bandaríkin sem hafi nóg, geti ekki sætt sig við afskiptaleysi og þjáningu annars staðar, né heldur geti auðug ríki nýtt sér auðlindir jarðar án þess að gæta áhrifanna. Veröldin væri breytt og Bandaríkin yrðu að breytast með. (ruv.is)

Ræða Obama var mjög góð. Hann sló nýjan og ferskan tón.Ég hefi mikla trú á honum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband