Miðvikudagur, 21. janúar 2009
Samfylkingin í Reykjavík vill kosningar i vor
Samfylkingarfélagið í Reykjavík hélt fjölsóttan fund í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöldi.Samþykkt var einróma á fundinum að kjósa ætti til alþingis næsta vor. Fundarefnið var stjórnarsamstarfið og frummælendur voru Lúðvík Bergvinsson alþingismaður og Mörður Árnason varaþingmaður.
Mótmælendur,sem voru á Austurvelli fluttu sig að Þjóðleikhúskjallaranum og voru fyrir utan með hávaða.Ekki truflaði það þó fundinn.Ályktun Samfylkingarinnar í Reykjavik um að rétt sé að kjósa í vor hlýtur að teljast talsverð pólitísk tíðindi. Einnig sú yfirlýsing Ágústs Ólafs Ágústssonar,að kosningar eigi að fara fram í vor.
Hins vegar sagði Geir Haarde forsætisráðherra í kastljósi í kvöld,að ekki væri rétt að kjósa fyrr en næsta vetur.Hann sagði,að ef kosið yrði í vor mundi það tefja endurreisnarstarfið.Ekki væri gott að hafa stjórnarkreppu í biðju björgunarstarfinu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.