Fimmtudagur, 22. janúar 2009
Mótmælin komin úr böndum.Eru ekki lengur friðsamleg
Tveir lögreglumenn eru alvarlega slasaðir eftir að hafa fengið í sig gangstéttarhellur í átökum við mótmælendur á Austurvelli í nótt.
Táragassprengjum verið beitt til að dreifa mannfjöldanum. Er þetta í fyrsta sinn sem lögreglan beitir táragasi síðan í mótmælunum á Austurvelli fyrir 60 árum. Einn mótmælandi var fluttur á slysadeild vegna táragassins.(mbl.is)
Ljóst er,að mótmælin eru nú alveg komin úr böndunum og ekki lengur friðsamleg.Er nauðsynlegt,að' skipuleggjendur mótmælanna,Raddir fólksins, reyni að koma skipulagi á mótmælin svo þau leiði ekki til ofbeldisverka eins og þegar hefur gerst.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.