Fimmtudagur, 22. janúar 2009
Alþingi ræðir efnahagskreppuna
Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 10:30 og mun forsætisráðherra, Geir H. Haarde, gefa skýrslu um stöðu efnahagsmála og horfur á vinnumarkaði. Allt virðist vera með kyrrum kjörum fyrir utan Alþingishúsið en mótmælin stóðu yfir langt fram eftir nóttu á Austurvelli. Þingfundur var felldur niður í gær en miklar truflanir urðu á störfum Alþingis á þriðjudag vegna mótmæla fyrir utan bygginguna.(mbl.is)
Þingmenn kölluðu eftir því að efnahagsmálin og efnahagskreppan yrðu rædd á alþingi og við því var orðið.Þjóðin kallar eftir betri úrræðum í efnahags-og fjármálum en sést hafa fram að þessu. Einkum er nauðsynlegt að gera strax ráðstafanir í þágu heimila og fyrirtækja í landinu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.