Fimmtudagur, 22. janúar 2009
Svanfríður vill stjórnarslit
Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, hvetur Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formann Samfylkingarinnar, til að íhuga stjórnarslit og skoða með opnum hug tilboð Framsóknarflokksins um að verja minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna vantrausti. Þetta kemur fram í smáskilaboði sem bæjarstjórinn sendi í misgripum á símanúmer sem er keimlíkt númeri formannsins.
Svanfríður segir afar óheppilegt að Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, tali fyrir hönd Samfylkingarinnar og vísi í samtal sitt við Ingibjörgu. Geir sagði við fréttamenn í Valhöll í gær að hann hefði rætt við Ingibjörgu og formennirnir væru ekki á því að slíta stjórnarsamstarfi flokkanna.(mbl.is)
Það er síaukinn þrýstingur á Ingibjörgu Sólrúnu að boðað verði til kosninga strax í vor. Það þýðir í raun,að stjórnarsamstarfi er lokið nema flokkarnir endurnýi samstarfssamning sinn að loknum kosningum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.