Föstudagur, 23. janúar 2009
Mótmælin friðsamleg á ný
Síðustu mótmælendurnir fóru af Austurvelli um klukkan hálftvö í nótt, að sögn lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Eftir miðnættið höfðu verið 15-20 mótmælendur á Austurvelli. Flestir þeirra sem stóðu vaktina til enda voru merktir appelsínugulum lit, að sögn lögreglu.
Appelsínuguli liturinn auðkennir þá mótmælendur sem eru andvígir árásum á lögreglu.Ekki kom til neinna átaka og fór allt mjög friðsamlega fram, að sögn lögreglunnar. (mbl.is)
Mótælin voru friðsamleg í allan gærdag.Eftir að mótmæli fóru úr böndunum með árásum á lögregluna virðast mótmælendur hafa áttað sig á því að mótælin ættu ekki að anúast gegn lögreglu.Þess vegna breyttu þeir um starfsaðferðir í gær og tóku á ný upp friðsamleg mótmæli.Það er gott.Ofbeldi skilar engu
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.