Best,að sama stjórnin sitji fram að kosningum

Allar horfur eru nú á að efnt verði til þingkosninga næsta vor.Það er vel,ef svo verður.Þetta er krafa þjóðarinnar,m.a. vegna bankahrunsins.Fólk vill,að stjórnmálamenn axli ábyrgð  vegna hruns banka og fjármálakerfis og það verður best gert með kosningum.Ef einhverjir hefðu sagt af sér  eða verið látnir   fara þá hefði ekki verið eins áríðandi að kjósa í vor en enginn hefur viljað segja af sér.Enginn hefur viljað axla ábyrgð.

En þá er spurningin sú hvernig á með að fara fram að kosningum? Að mínu mati er best,að núverandi  ríkisstjórn sitji fram að kosningum.Hún er í miðju verkefni og eðlilegast að hún vinni sem mest af því áður en kosið verður.En síðan eiga menn að ganga óbundnir til kosninga og allt að vera opið með stjórnarmyndun eftir kosningar. Framsókn hefur stungið upp á að mynduð verði minnihlutastjórn Samfylkingar og VG með hlutleysi Framsóknar fram að kosningum í vor. Það er svolítið sérkennilegt,að stjórnmálaflokkur stingi upp á því að tveir aðrir flokkar myndi ríkisstjórn! Venjan er nú,að þeir sem ætla að mynda stjórn hafi frumkvæði að því sjálfir og ef um minnihlutastjórn er að ræða þá leiti þeir eftir hlutleysi annars flokks eða flokka. Ég sé engin rök fyrir því,að minnihlutastjórn Samfylkingar og VG réði betur við verkefni líðandi stundar en núverandi stjórn.Nýr formaður Framsóknar er með frumkvæði sínu að reyna að gera sig gildandi og það er eðlilegt en hann hefur engin rök fyrir því að minnihlutastjórn yrði betri fram að kosningum en núverandi meirihlutastjórn.

 

Björgvin Guðmundssion


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband