Föstudagur, 23. janúar 2009
Landsfundi Sjálfstæðisflokks frestað?
Miðstjórnarfundur Sjálfstæðisflokksins hefst á hádegi en þar sem meðal annars verður rætt um hvor fresta eigi landsfundi flokksins þar til í apríl, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Til stendur að halda landsfundinn í lok mánaðar.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins virðast báðir stjórnarflokkarnir vera farnir að búa sig undir kosningar í vor. Er talið líklegt að landsfundi Samfylkingarinnar verði flýtt og hann haldin í mars eða apríl. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur lýst því yfir að hún vilji að það verði kosið í vor þar sem nauðsynlegt sé fyrir stjórnmálamenn að gera hreint fyrir sínum dyrum fyrir fólkið í landinu.(mbl.is)
Allt bendir til þess að Sjálfstæðisflokkurinn samþykki ósk Ingibjargar Sólrúnar um kosningar í vor. Ef svo fer mun landsfundi flokksins trúlega frestað og fundurinn verða undirbúningsfundur fyrir þingkosningar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.