Stefnir í formannsslag í Sjálfstæðisflokknum. Þorgerður Katrín,Bjarni Ben. og Kristján Þór keppa

Kristján Þór Júlíusson fyrrum bæjarstjóri á Akureyri og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins íhugar að bjóða sig fram til formanns í flokknum á komandi landsfundi. Þetta herma heimildir fréttastofu en stuðningsmenn Kristjáns hafa látið framkvæma símakönnun þar sem afstaða fólks til þingmannsins er könnuð.

Bjarni Benediktsson annar þingmaður flokksins hefur einnig verið nefndur sem hugsanlegur formannskandídat en heimildir herma að hann hafi viðrað hugmyndir um hugsanlegt framboð við aðra þingmenn Sjálfstæðisflokksins.

Eftir tíðindi dagsins og þá staðreynd að Geir H. Haarde ætlar ekki að gefa kost á sér er ljóst að það stefnir í harðann formannsslag á landsfundinum.

Annað nafn sem heyrst hefur sem fýsilegur kandídat, fyrir utan Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur varaformann, er nafn Árna Sigfússonar bæjarstjóra í Reykjanesbæ.(mbl.is)

Ljóst er,að það stefnir í  formannsslag í Sjálfstæðisflokknum.Kristján Þór hefur það fram yfir aðra frambjóðendur,að hann er nýr þingmaður og ber ekki eins mikla ábyrgð og hinir  þingmennirnir

 á bankahruninu. En bæði Þorgerður Katrín og Bjarni Benediktsson eru frambærilegir frambjóðendur og Árni Sigfússson auðvitað líka. Þó Bjarni sé mjög frambærilegur stjórnmálamaður hefur hann það á móti sér að vera fulltrúi gamals ættarveldis í Sjálfstæðisflokknum.

 

Björgvin Guðmundsson




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband