Föstudagur, 23. janúar 2009
Vægi Evrópumála minnkar
Atburðarásin í pólitíkinni er svö hröð nú,að hún breytist dag frá degi. Menn biðu eftir landsfundi Sjálfstæðisflokksins,sem átti að hefjast eftir viku. Þar átti m.a. að taka ákvörðun um afstöðu flokksins til ESB.En nú eru menn hættir að hugsa um ESB,a.m.k. í bili. Nú er hugsað um kosningar og líf eða dauða ríkisstjórnarinnar. Stjórnarflokkarnir hafa orðið ásáttir um kosningar í mai n.k. Það þýðir ,að stjórnin lætur af störfum ekki síðar en þá.Geir Haarde hættir þá sem formaður og forsætisráðherra vegna veikinda.Nýr formaður tekur við í Sjálfstæðisflokknum. Það hafði byggst upp mikið traust milli Geirs og Ingibjargar Sólrúnar.Í stjórnmálum skiptir traust öllu máli. Ef þessir tveir flokkar halda áfram að starfa saman í ríkisstjórn eftir kosningar þarf að byggja upp traust að nýju.En svo getur eins verið að mynduð verði allt önnur ríkisstjórn.
Sjálfstæðiflokkurinn hefur frestað landsfundi sínum þar til í lok mars.Fyrr mótar flokkurinn ekki nýja stefnu í Evrópumálum. Það er slæmt,að það dragist en önnur mál eru nú orðin mikilvægari.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.