Hörður: Mótmælin halda áfram

Hörður Torfason, forsvarsmaður Radda fólksins, segir að tillaga um að kosið verði 9. maí sé aðeins hænufet í átt að kröfum mótmælanda. Þeir vilji kosningar strax og mótmælin haldi áfram. Hann býst við því að mótmælin harðni.

Helgin er framundan og búast má við ölvun í miðbænum. Hörður óttast að drukkið fólk spilli mótmælunum með ólátum og skemmdarverkum. Því vill hann hvetja fólk til að gera hlé á mótmælum eftir klukkan átta í kvöld og annað kvöld. Mótmæli og áfengisdrykkja fari engan veginn saman. Útvarpað verður frá mótmælafundi sem hefst á Austurvelli kl. 15 á morgun.(ruv.is

Búast má við,að mótmælin verði ekki eins hörð nú þegar ljóst er,að Geir Haarde dregur sig í hlé vegna veikinda.En þó segja mótmælendur,að kosningar þurfi að vera strax og þeir vilja ríkisstjórnina frá svo og stjórnendur FME og Seðlabanka.Mótmælin munu því halda áfram.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband