Laugardagur, 24. janúar 2009
Óska Geir góðs bata
Ég óska Geir H.Haarde forsætisráðherra góðs bata í veikindum hans.Ég tel,að hann hafi tekið rétta ákvörðun með því að ákveða að stíga til hliðar vegna alvarlegra veikinda hans.
En það verður eftirsjá af Geir úr stjórnmálunum.Hann er vandaður og heiðarlegur stjórnmálamaður. Ég ber mikla virðingu fyrir honum enda þótt ég sé andvígur grundvallar stjórnmálaskoðunum hans.Ég sendi honum og fjölskyldu hans bestu kveðjur með ósk um góðan bata honum til handa.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.