Laugardagur, 24. janúar 2009
VG með 32 %
Fylgi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs mælist 32,6% í skoðanakönnun, sem Fréttablaðið birtir í dag. Fylgi Framsóknarflokksins eykst einnig verulega og mælist 16,8% en fylgi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks heldur áfram að minnka. Aðeins 20,3% segjast styðja ríkisstjórnina og hefur stuðningurinn aldrei mælst minni.
Fylgi Samfylkingarinna mælist nú 19,2% og hefur ekki verið minna í tvö ár. Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist 22,1%. Fylgi Frjálslynda flokksins mælist 3,7%.
Flestir, eða 45,1%, segjast vilja þjóðstjórn fram að næstu kosningum. Fjórðungur vill að núverandi ríkisstjórn haldi áfram þar til kosið er, en 18,2 prósent vilja stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, með stuðningi Framsóknarflokks. (mbl.is)
Þessi skoðanakönnun staðfestir,að miklar hræringar eru í pólitíkinni og fylgj flokkanna á mikilli hreyfingu. Nú er eftir að vita hvaða áhrif leiðtogaskipti í Sjálfstæðisflokknum hafa á fylgið og hvað verður um framhald stjórnarinnar fram að kosningum.Allt hefur þetta áhrif á fylgið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.