Heldur stjórnin?

Formenn stjórnarflokkanna hittast síðdegis til að ræða um stjórnarsamstarfið. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins vonast til að ríkisstjórnarsamstarfið haldi fram að kosningum í vor.

Formenn aðildarfélaga Samfylkingarinnar sitja á fundi þar sem farið er yfir þá stöð sem upp er komin í stjórnmálum. Boðað var til fundar formanna aðildarfélaga Samfylkingarinnar fyrr í vikunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru margir innan Samfylkingarinnar enn óvissir um hvort að rétt sé fyrir flokkinn að halda stjórnarsamstarfinu áfram.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins, hittir síðdegis Geir H. Haarde, forsætisráðherr,a þar sem þau ræða framhald stjórnarsamstarfsins og þær hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um að boða til kosninga í byrjun maí.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, var spurð um það í gær hvort hún teldi að stjórnarsamstarfið myndi halda fram á vorið þegar kosningar eru áætlaðar. Hún vonst til þess að ríkisstjórnarsamstarfið haldi fram að kosningum í vor.

Félagsfundur Samfylkingarfélagsins í Reykjavík ályktaði í vikunni að réttast væri að Samfylkingin sliti stjórnarsamstarfinu og boðaði til kosninga í vor. (visir.is)

Mikill vafi er  nú á því hvort stjórnin heldur.Margir þingmenn Samfylkingar vilja mynda stjórn með VG fram að kosningum en aðrir vilja setja skilyrði fyrir áframhaldandi stjórnarsamvinnu. Ljóst er,að gera þarf breytingar á Fjármálaeftirliti og Seðlabanka strax ef stjórnin ætlar að sitja óbreytt og ef til vill þarf að breyta stjórninni sjálfri.

 

Björgvin Guðmundsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill.

Og kveikir þá spurningu um hvað muni gerast nú í framhaldinu.

Ásmundur Einar Daðason (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband