Hvers vegna tapar Samfylkingin fylgi?

Samkvæmt skoðanakönnunum er Samfylkingin að tapa miklu fylgi. Að mínu mati eru  tvær ástæður fyrir því: 1) vegna þess,að ríkisstjórnin hefur ekki látið neinn axla ábyrgð af bankahruninu.2) vegna þess,að Samfylkingin hefur ekki náð  nægum árangri í ríkisstjórninni í því að koma stefnumálum sínum fram.

Ef Samfylkingin ætlar að stöðva fylgishrunið verður hún að beita sér straX  fyrir því að  þeir sem bera ábyrgð á bankahruninu axli ábyrgð strax,ekki síðar.Og hún þarf einnig að taka sig á í velferðarmálum.T.d. á strax að  leiðrétta þá kjaraskerðingu,sem lífeyrisþegar urðu fyrir um áramót,sbr. aiglýsingu Öryrkjabandalagsins í blöðum í dag. Mikill meirihluti lífeyrisþega fékk aðeins hálfar verðlagsuppbætur um áramót.Þeir eiga að fá fullar verðlagsuppbætur. Það á ekki að níðast á öldruðum og öryrkjum þó  svo  eigi að  heita að kreppa ríki í landinu. 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

í mínum huga liggur skýringin í augum uppi og er hvorug þeirra sem þú nefnir.

framsóknarflokkurinn hefur skipt út gamla forystuliðinu og hefur stórbætt fylgi sitt í framhaldinu. sú fylgisaukning kemur frá samfó.

semsagt fjöldi fólks sem áður studdi samfó, vegna þess að því bauðst ekkert betra, telur sig nú hafa fundið eitthvað betra og snýr sér því að framsókn.

Brjánn Guðjónsson, 24.1.2009 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband