Mánudagur, 26. janúar 2009
Mál að foringjaræði stjórnmálaflokka linni
Um langt skeið hefur það verið svo í íslenskum stjórnmálaflokkum, að formenn flokkanna hafa ráðið öllu,sem þeir hafa viljað ráða.Þeir hafa verið nánast einráðir.Þannig var þetta þegar Davíð var formaður Sjálfstæðisflokksins,þannig var þetta þegar Halldór var formaður Framsóknar og þannig hefur þetta verið hjá Sjálfstæðisflokknum undir formennsku Geirs og þannig er það hjá Samfylkingunni undir formennsku Ingibjargar Sólrúnar.Menn muna hvernig þetta var meðan Davíð og Halldór stjórnuðu.Þeir réðu öllu í sínum flokkum og þingmenn og aðrir flokksmenn sátu og stóðu eins og þeir vildu. Þetta gekk svo langt í Framsókn,að réttkjörinn varaformaður Guðni Ágústsson var algerlega sniðgenginn af formanni flokksins,Halldóri. Guðni var áhrifalaus í forustunni enda þótt hann réði sínum málaflokki sem ráðherra.Þetta er með allt öðrum hætti á hinum Norðurlöndunum. Í Noregi t.d. er löngu búið að afnema foringjaræðið og þingmenn og flokksfélagar ráða stjórnarmyndun og stefnumótun.
Nú er mikil krafa um það frá almenningi að auka lýðræði í landinu. Menn vilja auka ákrif almennings og menn vilja,að þingið fái aukin völd og þau völd sem því ber en í dag ræður framkvæmdavaldið öllu og valtar yfir þingið.. Þessu þarf að breyta. Jafnframt þarf að auka lýðræði í stjórnmálaflokknumu og afnema foringjaræðið sem tröllríður öllu í flokkunum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.