Samkomulag að nást milli stjórnarflokkanna?

Fjölmiðlar greina frá því í morgun,að samkomulsg sé komið milli stjórnarflokkanna um öll mál,sem máli skipta svo sem breytingu á yfirstjórn Seðlabankans,frekari breytingar á ríkisstjórn og þar á meðal á verkaskiptingu og að gerðar verði ráðstafanir til þess að bæta hag heimila og fyrirtækja. Sjálfstæðisflokkurinn mun víst vilja auka niðurskurð ríkisútgjalda til þess að mæta kröfum IMF. Það eina sem mun standa út af er ósk Samfylkingar um að fá forsætisráðuneytið en Samfylkingin mun ætla að láta af hendi utanríkisráðuneytið.Ef samkomulag er komið um öll fyrri ágreiningsatriði skil ég ekki framkomna ósk Samfylkingar um að fá forsætisráðuneytið. Það er engin þörf á því fyrir Samfylkinguna að fá forsætisráðuneytið og ég get vel skilið að Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki láta það af hendi þar eð flokkurinn myndaði stjórnina og hefur haft forsætisráðherrann.Sennilega er ósk Samfylkingar komin vegna þess að Samfylkingin mundi fá forsætisráðherra í stjórn með VG en ég sé ekki,að Samfylkingin geti haldið  þeirri ósk til streitu í viðræðum við Sjálfstæðisflokkin.Við skulum ekki búa til ný ágreiningsefni.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband