Þingflokksfundir standa yfir

Þingflokksfundir Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins eru að hefjast í Alþingishúsinu og eru stjórnarþingmennirnir að týnast inn í húsið. Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir ljóst að niðurstaða verði að nást í stjórnarsamstarfið í dag.

Hann sagði í samtali við blaðamann mbl.is að Samfylkingin geri kröfu um að hlutirnir gangi betur fyrir sig en hingað til en neitaði að öðru leyti að tjá sig um stjórnarsamstarfið.

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, sagði við komuna á þingflokksfund Samfylkingarinnar að grundvallaratriðið væri að sama hreinsun ætti sér stað í Seðlabankanum og tilkynnt hafi verið um í Fjármálaeftirlitinu.(mbl.is)

 

´Örlög stjórnarinnar ráðast á þessum fundum.Samkomulag mun um þau mál,sem einhverja þýðingu hafa og þá má ekki láta deilur um minni atriði eins og ráðherrastóla valda slitum.

 

Björgvin Guðmundsson

Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, ræðir við blaðamenn fyrir þingflokksfund sjálfstæðismanna.

Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, ræðir við blaðamenn fyrir þingflokksfund sjálfstæðismanna. mbl.is/Golli

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband